Hvernig virkar þetta?
Þetta er mjög einfalt. Við komum til ykkar með leikinn á þeim tíma sem samið er um eða að þið hittið okkur uppi í Spilakaffi hjá Spilavinum. Við kynnum fyrir ykkur leikinn og allt sem þið þurfið að vita. Þið hafið síðan 60 mínútur til þess að leysa ráðgátuna, ef það tekst ekki, útskýrum við fyri ykkur hvað uppá vantaði. Við göngum að lokum frá.
Eru leikmenn læstir inní herbergi?
Nei, í leikjunum okkar þá eru þáttakendur ekki lokaðir inní herbergi. Leikurinn snýst um það að leysa ráðgátu á aðeins 60 mínútum, og auðvitað að lifa sig inní söguna.
Má borða eða drekka í leiknum?
Líkt og í öðrum "escape rooms" þá ekki leyft að neyta matar eða drykkjar á meðan að á leiknum stendur.
Hvað er flóttaleikur?
Flóttaleikur er önnur úrfærsla af hinu svokallaða Flóttaherbergi (e. Escape room). Í flóttaherbergi eru þáttakendur lokaðir inní herbergi og er markmiðið að komast út. Í flóttaleik sem við bjóðum uppá er markmiðið að ráða ráðgátu með því að leysa þrautir líkt og í flóttaherbergi, og það er alls ekki síðri skemmtun í góðum hópi.
Er aldurstakmark?
Leikurinn Arfleifð Nicholas Flamel býður uppá fjölskylduskemmtun með börn niður í 10 ára, sem geta tekið virkan þátt. Sá leikur er í boði á íslensku og því skemmtilegt fyrir börn að vera með.
Í leiknum Room 745 er miðað við 16 ára og eldri. Hins vegar mega 14+ vera þáttakendur ef það eru fullorðnir með líka að taka þátt.
Eru leikirnir á íslensku?
Arfleifð Nicholas Flamel er í boði á ensku eða íslensku.
En leikurinn Room 745 ekki í boði á íslensku, svo það þarf að vera enskukunnátta í hópnum fyrir þann leik.
Get ég spilað sama leikinn oftar en einu sinni?
Nei, því miður er ekki æskilegt að spila leikinn aftur þar sem leikurinn er alltaf eins í hvert skipti. Þegar þú hefur lokið við leikinn munt þú vita hvernig á að leysa allar gáturnar og því verður upplifunin aldrei sú sama og þegar leikurinn er spilaður í fyrsta skipti.
Hversu langan tíma tekur þetta?
Einn leikur er 60 mínútur, og við þurfum tíma í að útskýra leikinn og ganga frá eftir að honum lýkur svo að það má búast við að allt saman taki í kringum 1 og hálfa klukkustund.
Er hægt að fá leikinn utan Höfuðborgarsvæðis?
Nei, það er því miður ekki hægt. Eins og er bjóðum við bara uppá þjónustuna innan Höfuðborgarsvæðisins.
Hvaða aðstöðu þarf ég að hafa fyrir leikinn?
Einfaldlega þarf að vera til staðar borð og stólar fyrir þáttakendur leiksins. Allt annað sjáum við um.