Um okkur

Afhverju Flóttaleikur

Flóttaleikur kom til vegna þess að við höfum sjálf gífurlega gaman af Flóttaleikjum / Escape rooms og höfum farið í þau þó nokkur hér á Íslandi, í Lettlandi og í Ungverjalandi meðal annars. Okkur finnst þetta frábær skemmtun sem skilur mikið eftir sig, langar umræður um hvað maður hefði getað gert betur, hvaða þrautum maður hefði átt að ná miklu fyrr og hvað var skemmtilegast að leysa og lengi má áfram telja.
 
Teymisvinna er nauðsynleg í svona leikjum, það þurfa allir að vera með og hver og einn að segja hvað þeim finnst og hvernig þau telja að leysa megi þessa ákveðnu gátu. Þetta gerir það að verkum að þetta er mjög gott hópefli, skemmtileg leið til þess að kynnast fólki betur og takast á við verkefni saman.
 
Þessvegna ákváðum við að auka fjölbreytileikann þar sem flóttaleikur þarf ekki að snúast um að komast út úr herbergi, leikurinn snýst um miklu meira en það, og spennan er ekki minni í leiknum þó hann sé haldinn heima hjá einhverjum úr hópnum eða á vinnustaðnum. Leikmenn lifa sig inní leikinn, í leiknum er markmið og tímapressa og tíminn getur liðið merkilega hratt þegar á það reynir. Flóttaleikur er frábær skemmtun fyrir vinahópinn, vinnufélagana, fjölskylduna og alla sem vilja. Í dag bjóðum við uppá nokkra leiki fyrir minni hópa ásamt leik fyrir stærri hópa.

Hver erum við

Elísa Rún Hermundardóttir

Stofnandi

James Elías Sigurðarson

Stofnandi