Flóttaleikur fyrir stærri hópa

Hópefli fyrir hópinn þinn

Ef þú ert með stærri hóp þá erum við með leik fyrir þig. Við komum með leikinn til ykkar innan höfuðborgarsvæðis (skoðum líka nálæg bæjarfélög). Endilega sendu okkur fyrirspurn á [email protected] og við könnum málið og látum þig hafa tilboð í þinn hóp!

Secret Society

Secret Society er skemmtilegur leikur sem er alveg tungumála óháður. Þátttakendur þurfa að vinna saman sem teymi og hugsa út fyrir kassann til að leysa gáturnar. Markmið leiksins er að sýna það að hópurinn sé verðugur fyrir leynifélagið. Leynifélagið er semsagt að leitast eftir því að fá inn nýja meðlimi en það er alls ekki auðvelt að komast inn, því þarf hópurinn að sanna sig. Krefjandi þrautir og skemmtun fyrir alla.

Vinnustaðaskemmtun / Hópefli

Þessi leikur er frábær sem öðruvísi vinnustaðaskemmtun eða annað hópefli. Hópnum er skipt upp í minni hópa 4-6 manns í hóp. Síðan er auðvitað keppni milli hópanna fyrir auka pressu!

Við höfum einnig haldið leikinn fyrir unglingastig í grunnskóla og vakti það mikla lukku. Sáum mikla samvinnu og hugsun hjá nemendunum, því hentar leikurinn jafnt fyrir skóla sem og vinnustaði og aðra hópa!

Hvernig virkar þetta?

Við hjá Flóttaleik komum með leikinn setjum hann upp og kynnum hann fyrir hópnum. Miðast er við að leikurinn sjálfur taki síðan um það bil 45 mínútur. Við fylgjumst með og gefum vísbendingar ef á þarf að halda þó auðvitað sé skemmtilegast að leysa allt án þeirra!