Arfleifð Nicholas Flamel
- Fjöldi: 4-6 manns
- Tungumál: Íslenska eða Enska
- Aldurstakmark: 8+, fjölskyldan getur spilað saman, fullorðnir þurfa að spila með 14 ára og yngri.
- Tímalengd: 60 mínútur í leiknum sjálfum, heildartími í kringum 75 mínútur.
Getið þið sannað að þið eruð verðugir arftakar Viskusteins Nicholas Flamel?
Nicholas Flamel hefur fengið leið á því að lifa að eilífu, og honum finnst tímabært að einhver annar fái að njóta þess og hann vill gefa Viskusteininn sinn áfram.
En þetta er ekki bara gjöf, heldur þurfa þær manneskjur sem fá arfleifð hans að sanna sig, því hann vill ekki gefa hverjum sem er sinn verðmætasta fjársjóð.
Getið þið sannað ykkur sem verðuga nýja eigendur eilífs lífs á aðeins 60 mínútum, leyst þrautirnar sem hann hefur lagt fyrir ykkur og endað með arfleið hans, sjálfan Viskusteininn?
Hvernig virkar þetta?
Leikurinn er spilaður á borði, annaðhvort á staðsetningu að þínu vali innan höfuðborgarsvæðis eða í Spilavinum. Þetta er Flóttaleikur líkt og “Escape Room” eða Flóttaherbergi, fyrir utan að það er engin læst hurð á milli ykkar og sigurs á leiknum.
Þátttakendur lifa sig inní leikinn og keppa við tímann! Hugsa þarf út fyrir kassann og mjög mikilvægt að vinna saman sem teymi. Ræða þarf saman til að komast í gegnum þrautirnar sem lagðar eru fyrir.
Frábært hópefli fyrir hópinn þinn! Þessi leikur er einnig frábær sem fjölskylduskemmtun þar sem börnin geta tekið þátt, 8 ára og eldri.