Room 745
- Fjöldi: 5-10 manns (eða 10-18 manns, sem keppa í tveimur hópum)
- Tungumál: Enska eða íslenska
- Aldurstakmark: 15+, þetta er ráðgáta sem snýr að morðmáli
- Tímalengd: 60 mínútur í leiknum sjálfum, heildartími í kringum 75 mínútur.
Getið þið sannað sakleysi ykkar á 60 mínútum?
Þið voruð stödd á röngum stað á röngum tíma, á vettvangi glæps í herbergi 745 á Grand Hotel, þegar maður kom að og sá ykkur. Morð var framið aðeins nokkrum klukkustundum áður og þið eruð núna grunuð um verknaðinn! Núna er lögreglan á leiðinni og búið er að loka hótelinu svo að þið komist ekki út. Eina leiðin er því að sanna sakleysi ykkar með því að finna hver hinn raunverulegi morðingi er áður en þið verðið ranglega handtekin fyrir glæpinn.
Lögreglan þarf að sinna einu brýnu erindi áður en hún kemst á vettvang, og hafið þið því 60 mínútur áður en hún kemur á staðinn, og ef hún kemur áður en hið sanna kemur í ljós, þá lendið þið í steininum.
Hvernig virkar þetta?
Leikurinn er spilaður á borði, annaðhvort á staðsetningu að þínu vali innan höfuðborgarsvæðis eða í Spilavinum þar sem við erum í samstarfi við þau. Þetta er Flóttaleikur líkt og “Escape Room” eða Flóttaherbergi, fyrir utan að það er engin læst hurð á milli ykkar og sigurs á leiknum.
Þátttakendur lifa sig inní leikinn og keppa við tímann! Hugsa þarf út fyrir kassann, mjög mikilvægt að vinna saman sem teymi, ræða saman og komast í gegnum þrautirnar sem lagðar eru fyrir.
Frábært hópefli fyrir hópinn þinn!
Stærri hópur, keppni
Fyrir hópa allt að 18 manns er hægt að halda keppni milli hópana, en auðvitað þarf það ekki að vera keppni. Hver hópur spilar sinn leik óháð hinum hópnum, en það bætir smá keppnisanda í hópana útaf auðvitað vilja allir leysa leikinn á undan.