Fjársjóðseyja

Erfiðleikastig
2-8
Leikmenn
60
Mínútur

Room 745

  • Fjöldi: 2-8 manns (hægt að keppa í tveimur liðum, 2-4 í liði)
  • Tungumál: Enska eða íslenska
  • Aldurstakmark: 7+
  • Tími: 60 mínútur

Athugið: Lágmarksfjöldi í heimahúsi er 4. En 2 ef spilað er í Faxafeni 10.

Getið þið fundið fjársjóðinn?

Þið eruð sjórængingjar og ykkar markmið er að leysa allar þrautirnar og finna fjársjóðinn! Leikurinn er skemmtilegur með hljóði og hann er rafdrifinn, hentar fyrir krakka allt niður í 7 ára, þó með fullorðnum sem væri líka að spila.
Þessi leikur er mjög skemmtilegur fyrir alla fjölskylduna.


Hvernig virkar þetta?

Leikurinn er spilaður á borði, annaðhvort á staðsetningu að þínu vali innan höfuðborgarsvæðis eða í Spilavinum þar sem við erum í samstarfi við þau. Þetta er Flóttaleikur líkt og “Escape Room” eða Flóttaherbergi, fyrir utan að það er engin læst hurð á milli ykkar og sigurs á leiknum.

Þátttakendur lifa sig inní leikinn og keppa við tímann! Hugsa þarf út fyrir kassann, mjög mikilvægt að vinna saman sem teymi, ræða saman og komast í gegnum þrautirnar sem lagðar eru fyrir.

Frábært hópefli fyrir hópinn þinn!

Keppni

Þessi leikur hjá okkur er hægt að spila í keppni, sem er þá fyrir 4-8 manns. 4 þátttakendur geta annaðhvort spilað öll saman eða spilað í tveimur hópum og eru þá 2 og 2 saman að keppa. Fleiri en 4 spila í tveimur hópum og það er þá alltaf keppni!